Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. nóvember 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Osimhen útskrifaður af sjúkrahúsi eftir kinnbeinsbrot
Hinn 22 ára gamli Victor Osimhen framherji Napoli verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að hafa kinnbeinsbrotnað um síðustu helgi.

Hann brotnaði eftir að hafa farið í skallaeinvígi við Milan Skriniar varnarmann Inter MIlan.

Osimhen gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en læknar geta ekki staðfest hvað hann verður lengi frá en gefa því að minnsta kosti þrjá mánuði.

Þetta er mikið áfall fyrir Napoli sem er á toppi deildarinnar en Osimehn er með 5 mörk í 11 leikjum. Osihmen er einnig landsliðsmaður Nígeríu og hann mun því missa af Afríkumótinu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner