Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. nóvember 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Adams: Ekki viss um að við höfum átt skilið að vinna
Tyler Adams í leiknum gegn Englendingum
Tyler Adams í leiknum gegn Englendingum
Mynd: EPA
Tyler Adams, fyrirliði bandaríska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu liðsins í markalausa jafnteflinu gegn Englandi á HM í gær.

Bandaríska liðið skapaði sér nokkur fín færi gegn Englendingum og náðu þá að verjast vel gegn einu besta landsliði heims.

Bandaríkin er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina og er í ágætis séns á að komast upp úr riðlinum en framundan er úrslitaleikur gegn Íran.

„Ég er ekki viss um að við höfum átt skilið að vinna. Þetta var 50-50 leikur. Þeir fengu nokkur færi og við líka en við börðumst og sýndum mikil gæði,“ sagði Adams við BBC Radio Live.

„Verkefnið er langt í frá búið. Við þurfum að mæta gæðaliði Íran og þurfum að vera andlega klárir í það.“

Adams segir að leikurinn gegn Englendingum hafi verið eins og að spila í ensku úrvalsdeildinni og vonast hann til að bandaríska liðið sé að fá þá virðingu sem það á skilið.

„Þetta var 100 prósent eins og að spila í ensku úrvalsdeildinni og ef ekki erfiðara. Gæði þessara leikmanna eru ótrúleg. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og vonandi höldum við áfram að fá virðingu frá öðrum eftir svona leiki,“ sagði Adams í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner