Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 26. nóvember 2023 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Garnacho: Ég trúi þessu ekki
Alejandro Garnacho
Alejandro Garnacho
Mynd: EPA
Stjarna kvöldsins, Alejandro Garnacho, var eðlilega í skýjunum með draumamarkið í 3-0 sigrinum á Everton á Goodison Park í kvöld.

Markið hans Garnacho er óumdeilanlega flottasta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Argentínumaðurinn smellhitti boltann eftir laglega bakfallsspyrnu í teignum og átti Jordan Pickford aldrei möguleika á að verja skotið.

Garnacho trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá boltann syngja í netinu.

„Ég trúi þessu ekki. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá snéri ég mér bara við og hugsaði 'guð minn góður'. Ég er ánægður og er þetta eitt flottasta mark sem ég hef skorað,“ sagði Garnacho, en er þetta besta mark tímabilsins?

„Líklega! Það er ennþá nóvember, en já,“ sagði Garnacho í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner