Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   sun 26. nóvember 2023 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Garnacho skora flottasta mark tímabilsins - „Orðlaus“
Mynd: Getty Images
Argentínski táningurinn Alejandro Garnacho var rétt í þessu að skora eitt flottasta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Það tók Manchester United aðeins tæpar þrjár mínútur að komast í forystu gegn Everton og var það þökk sé algeru draumamarki frá Garnacho.

Diogo Dalot kom með fyrirgjöfina frá hægri og kastaði Garnacho sér upp í loftið og smellti honum í samskeytin hægra megin úr bakfallsspyrnu.

Ótrúlegt mark hjá Garnacho og klárlega mark tímabilsins til þessa. Hann fagnaði því að hætti Cristiano Ronaldo, sem er jú átrúnaðargoð hans.




Athugasemdir
banner
banner