Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 26. nóvember 2023 14:21
Brynjar Ingi Erluson
Lið Bjarna Mark dæmt úr leik
Bjarni Mark og félagar eru úr leik
Bjarni Mark og félagar eru úr leik
Mynd: IK Start
Bryne, uppeldisfélag Erling Braut Haaland, er komið áfram í aðra umferð í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildina, eftir að liðinu var dæmdur 3-0 sigur á Start í dag.

Leikurinn átti að fara fram á heimavelli Start í gær en ekki var hægt að spila vegna vallaraðstæðna. Ákveðið var að kveikja ekki á hitakerfinu fyrir leikinn til þess að spara pening.

Terje Marcussen, framkvæmdastjóri Start, tilkynnti á þriðjudag að félagið myndi spara sér 150 þúsund norskar krónur með því að sleppa því að hita upp völlinn og reyndust það dýrkeypt mistök.

Það tók dómara ekki langan tíma að skoða vallaraðstæður fyrir leikinn, en völlurinn var frosinn og því ekki leikhæfur.

Norska fótboltasambandið hefur nú dæmt Bryne 3-0 sigur og skipað Start að greiða allan ferðakostnað fyrir lið Bryne og dómarateymið.

Marcussen sagði upp stuttu eftir að fótboltasambandið greindi frá úrskurði sínum.

Bjarni Mark Antonsson er á mála hjá Start og er Magni Fannberg þá yfirmaður fótboltamála.

Næsti andstæðingur Bryne í umspilinu er Kristiansund. Brynjólfur Andersen Willumsson er á mála hjá Kristiansund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner