Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er mikill áhugamaður um skák og segist eiga þann draum að tefla við Magnus Carlsen, fimmfaldan heimsmeistara í skák.
Salah er með bestu fótboltamönnum heims en í frítímanum finnst honum skemmtilegast að tefla.
„Ég spila skák og er háður því. Ég tefli á hverjum einasta degi,“ sagði Salah og hló.
Salah var spurður hvar honum finnst helst skemmtilegast að tefla en hann vildi gefa það upp. Hann hefur þó áður birt myndir á Instagram og sést þar spila á vefsíðunni Chess.com.
„Ég ætla ekki að opinbera nafn mitt. Ég set inn nafn mitt og nokkrar tölur og stundum spyr fólk mig 'Ert þú Mo Salah?' og ég svara játandi en þá segja þau að ég sé að ljúga og þá svara ég 'Já, ég er að ljúga þessu'.“
Draumur Salah er að tefla við Magnus Carlsen, sem hefur unnið heimsmeistaramótið fimm sinnum, en það gerði hann frá 2013 til 2021. Trent Alexander-Arnold, liðsfélagi Salah, tapaði fyrir Carslen er þeir mættust árið 2018.
Salah telur sig eiga meiri séns en hann er með 1400 ELO-stig, sem er talið nokkuð gott á mælikvarða Chess.com.
„Ég hef verið að spila síðan ég var ungur og alltaf notið þess, en það er erfitt að finna einhvern sem spilar jafn mikið og ég geri. Ég er góður en ég er ekki Magnus. Það á enginn séns í Magnus, en við vonandi mætumst einn daginn,“ sagði Salah við Sky.
Carslen sá viðtalið við Salah og hefur samþykkt að mæta honum en marka má færsluna sem hann birti á X.
????@MoSalah
— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) November 26, 2023
Athugasemdir