Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 26. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Toppliðið í Sádi-Arabíu skoraði níu - Malcom gerði þrennu
Topplð Al-Hilal slátraði Al Hazem 9-0 í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í gær.

Al-Hilal hefur staðið sig langbest af öllum liðunum í deildinni og hélt því áfram með því að skora níu mörk á andstæðinga sína.

Aleksandar Mitrovic, sem er næst markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði aðeins eitt áður en honum var skipt af velli og gerði þá eina stoðsendingu.

Brasilíski vængmaðurinn Malcom skoraði þrennu og þá gerði Sergej Milinkovic-Savic eitt. Ruben Neves var með tvær stoðsendingar.

Al-Hilal er á toppnum með 38 stig og fjögurra stiga forskot á Cristiano Ronaldo og félaga í Al-Nassr.
Athugasemdir
banner
banner