Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. janúar 2021 14:57
Magnús Már Einarsson
Klopp: Abramovich er ekki þolinmóðasti maður í heimi
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gagnrýnt Chelsea eftir að Frank Lampard var rekinn frá liðinu í vikunni. Klopp telur að Lampard hafi átt skilið að fá meiri tíma með liðið.

„Mér fannst Chelsea gera ótrúlega hluti á félagaskiptamarkaðinum síðastliðið sumar með því að fá mjög góða leikmenn og svona hlutir þurfa að taka tíma. Það er fullkomlega eðlilegt," sagði Klopp.

„Mér finnst mjög vera mjög hörð ákvörðun svona snemma. Herra Abramovich gefur þér tækifæri, peninga, leikmenn og hvað sem er en hann er ekki þolinmóðasti maður í heimi."

„Ég vorkenni Frank því að hann er ungur og mjög hæfileikaríkur stjóri. Ég óska honum alls hins besta og ég er viss um að hann verður í lagi. Það er erfitt þegar þetta gerist hjá þínu félagi og þetta var auðvitað félagið hans Frank."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner