Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara fær meiri samkeppni
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumeistarar Lyon hafa bætt við sig tveimur öflugum leikmönnum. Bandaríska landsliðskonan Catarina Macario kemur til félagsins ásamt Damaris Egurrola, sem er spænska landsliðskona.

Báðar eru þær ungar, 21 árs gamlar og er Lyon að hugsa um framtíðina.

Báðar geta þær leikið á miðjunni og fær því Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, meiri samkeppni í ógnarsterku liði Lyon.

„Þetta er draumur hverrar stelpu," sagði Egurrola en Lyon hefur verið besta kvennalið í heimi síðustu ár og mikill metnaður lagður í starfið þarna.

Sjá einnig:
Besta íþróttalið sem fyrirfinnst?


Athugasemdir
banner
banner
banner