lau 27. febrúar 2021 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dramatík í slag belgísku Íslendingaliðanna - Sigur í fyrsta leik Kennedy
Kolbeinn Þórðarson
Kolbeinn Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Íslendingaslagur í belgísku B-deildinni í kvöld. St. Gilloise mætti Lommel í fjörugum leik. Aron Sigurðarson er leikmaður St. Gilloise og Kolbeinn Þórðarson er leikmaður Lommel.

Gestirnir í Lommel komust yfir strax á upphafsmínútu leiksins og staðan var 0-1 í hálfleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn á 59. mínútu en gestirnir komust yfir sex mínútum síðar. Á 69. mínútu jöfnuðu heimamenn aftur og svo á þriðju mínútu uppbótartíma kom sigurmarkið, Deniz Undav skoraði það og raunar öll þrjú mörk St. Gilloise.

Kolbeinn lék allan leikinn hjá Lommel, í hægri bakverðinum skv. FlashScore en Aron var ónotaður varamaður. St. Gilloise er langefst í deildinni og svo gott sem búið að tryggja sér sæti upp í efstu deild. Lommel er í þriðja sæti deildarinnar sem stendur.

Í Skotlandi tók Celtic á móti Aberdeen í dag. John Kennedy stýrði þar sínum fyrsta leik sem bráðabirgðarstjóri Celtic en Neil Lennon hætti í starfi sínu í vikunni.

Celtic vann leikinn 1-0 með marki frá Odsonne Edouard á 8. mínútu. Celtic er fimmtán stigum á eftir Rangers sem á leik til góða. Önnur fimmtán stig eru svo niður í Hibernian í þriðja sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner