Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. febrúar 2021 10:31
Victor Pálsson
Liverpool skoðar leikmann Real Madrid - Man Utd nýtir leikinn gegn Milan
Powerade
Rodrygo.
Rodrygo.
Mynd: Getty Images
Enska pressan fjallar um ýmsa leikmenn í slúðurpakka dagsins en hann má sjá í heild sinni á heimasíðu BBC.

Leikmenn á borð við Erling Haaland, David Alaba og Harry Kane koma fyrir í slúðurpakkanum að þessu sinni.

Manchester United gæti reynt við miðvörðinn Pau Torres (24) hjá Villarreal en hann gæti reynst ódýrari kostur en Jules Kounde (24), leikmaður Sevilla. (Eurosport)

Man Utd mun nýta einvígið gegn AC Milan í Evrópudeildinni til að skoða miðjumanninn Hakan Calhanoglu (27) sem spilar með ítalska félaginu. (Express)

Harry Kane (27), leikmaður Tottenham, mun leika með félaginu í að minnsta kosti ár til viðbótar. (Telegraph)

Monaco hefur áhuga á að fá Alexandre Lacazette (29), frá Arsenal þegar sumarglugginn opnar. (Mirror)

Hector Bellerin (25), bakvörður Arsenal, gæti verið á förum frá félaginu í sumar eftir samræður við Mikel Arteta, stjóra liðsins. (ESPN)

Liverpool er að skoða stöðu framherjans efnilega Rodrygo (20) hjá Real Madrid en hann gæti verið fáanlegur fyrir 50 milljónir punda. (Diario Gol)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur fengið grænt ljós á að kaupa Erling Haaland (20), framherja Dortmund, en enska liðið efast þó um að hann vilji ganga í raðir félagsins. (Bild)

Það eru þó allar líkur á að Haaland muni spila annað tímabil í Þýskalandi. (TalkSport)

David Alaba (28), leikmaður Bayern Munchen, vill semja við félag í sumar sem er tilbúið að nota hann á miðjunni frekar en í bakverði. Hann hefur verið orðaður við Liverpool, Man Utd, Real Madrid og Chelsea. (Le Parisien)

Willian (32), leikmaður Arsenal, vildi vera áfram hjá Chelsea í sumar en félagið var aðeins tilbúið að gefa honum tveggja ára samning. Brassinn fékk þriggja ára samning á Emirates. (UOL Esporte)

Það er forgangsatriði hjá Juventus að semja endanlega við Weston KcKennie (22) í sumar frá Schalke en hann er í láni hjá félaginu. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner