banner
   lau 27. febrúar 2021 23:00
Aksentije Milisic
Vilja fá Carragher og Neville sem lýsara í Fifa 22 - „Hvar skrifa ég undir?"
Mynd: Getty Images
Það er farin af stað undirskriftarsöfnun sem biður EA Sports um það að láta Gary Neville og Jamie Carragher vera lýsara í næsta Fifa leik, sem verður Fifa 22.

Aðdáendur heyra í röddum Gary Neville og Jamie Carragher í hverri viku á Sky Sports og nú vilja þeir fá þá inn sem lýsara í leiknum vinsæla.

Martin Tyler og Alan Smith voru í leiknum en þeir voru fjarlægðir og nú eru það þeir Derek Rae og Lee Dixon sem sjá um að lýsa í leiknum þegar stillingin er höfð á ensku.

Nú eru spilarar Fifa leikjanna komnir með nóg og vilja þeir fá inn ferskar raddir og þar eru þeir Neville og Carragher vinsælastir.

Á undirskriftarsíðunni stendur: „Gary Neville og Jamie Carragher eru besta parið sem finnst hjá lýsendum í dag. Aðdáendur eiga það skilið að fá raddir þeirra í leikinn. Þannig verður leikurinn raunverulegri og miklu skemmtilegri upplifun."

„Martin Tyler og Alan Smith eru ekki í nýjasta leiknum og með þá Derek Rae og Lee Dixon, þá er þetta ekki eins. Þeir lýsa aldrei leikjum í ensku úrvalsdeildinni í raunveruleikanum."

Carragher virtist taka vel í þessa hugmynd á Twitter. Hann skrifaði einfaldlega: „Hvar er blaðið og penninn??!!!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner