Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: De Bruyne og Haaland með flugeldasýningu í Luton
Erling Braut Haaland og Kevin De Bruyne voru sjóðandi heitir
Erling Braut Haaland og Kevin De Bruyne voru sjóðandi heitir
Mynd: Getty Images
Leicester er komið áfram eftir framlengingu
Leicester er komið áfram eftir framlengingu
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland minnti rækilega á sig í 6-2 sigri Manchester City á Luton í 5. umferð enska bikarsins í kvöld, en hann skoraði fimm mörk í leiknum.

Það tók Haaland ekki langan tíma að koma sér í gang. Hann gerði fyrsta markið á 3. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu Kevin De Bruyne.

Uppskriftin var sú sama fimmtán mínútum síðar. Haaland setti boltann fyrir De Bruyne, sem kom með laglega stungusendingu í gegn og kláraði Norðmaðurinn örugglega.

Fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fullkomnaði Haaland þrennu sína og aftur var það De Bruyne með stoðsendinguna. Þrenna hjá báðum í mörkum og stoðsendingum.

Jordan Clark kom Luton inn í leikinn áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks með glæsilegu marki áður en hann minnkaði muninn í 3-2 snemma í þeim síðari.

Haaland ákvað að slökkva í vonum Luton með tveimur mörkum á þremur mínútum. Fjórða markið fékk hann enn og aftur boltann frá De Bruyne og lagði boltann í netið af stuttu færi áður en hann gerði fimmta eftir sendingu Bernardo Silva.

Mateo Kovacic kláraði síðan dæmið með sjötta markinu og lokatölur því 6-2. Haaland og De Bruyne sjóðandi heitir og það á mikilvægum tímapunkti tímabilsins.

Leicester City fylgir Man City í 8-liða úrslit eftir 1-0 sigur á Bournemouth í framlengingu. Issahaku Fatawu skoraði eina markið undir lok fyrri hluta framlengingar.

Blackburn Rovers og Newcastle United eru þá að gera 1-1 jafntefli á Ewood Park og er nú á leið í framlengingu.

Úrslit og markaskorarar:

Luton 2 - 6 Manchester City
0-1 Erling Haland ('3 )
0-2 Erling Haland ('18 )
0-3 Erling Haland ('40 )
1-3 Jordan Clark ('45 )
2-3 Jordan Clark ('52 )
2-4 Erling Haland ('55 )
2-5 Erling Haland ('58 )
2-6 Mateo Kovacic ('72 )

Blackburn 1 - 1 Newcastle (Framlenging í gangi)
0-1 Anthony Gordon ('71 )
1-1 Sammie Szmodics ('79 )

Bournemouth 0 - 1 Leicester City
0-1 Issahaku Fatawu ('105 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner