Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 27. febrúar 2024 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði spilaði tuttugu mínútur í tapi
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson spilaði í 1-0 tapi Bolton Wanderers gegn Wigan í ensku C-deildinni í kvöld.

Jón Daði, sem hefur verið heitur að undanförnu, fékk aðeins tuttugu mínútur inn af bekknum í tapinu.

Hann skoraði tvo leiki í röð um miðjan febrúar og fékk því tækifæri í byrjunarliðinu í næstu tveimur leikju, en var settur aftur á bekkinn í kvöld.

Bolton er í 3. sæti deildarinnar með 66 stig, jafnmörg og Derby sem er í öðru sæti.

Birkir Bjarnason kom inn af bekknum í hálfleik í 1-1 jafntefli Brescia gegn Ascoli í B-deildinni á Ítalíu. Brescia er í 8. sæti eða síðasta sæti sem gefur þátttöku í umspil í A-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner