Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   þri 27. febrúar 2024 19:27
Sverrir Örn Einarsson
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Icelandair
Telma Ívarsdóttir
Telma Ívarsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir stóð á milli stanganna í liði Íslands á Kópavogsvelli í dag þegar liðið mætti Serbíu í umspili Þjóðardeildar UEFA. íslands bar þar sigur úr býtum 2-1 og tryggði sér þar með áframhaldandi veru í A-deild Þjóðardeildarinnar. Tilfinningin hefur væntanlega verið góð fyrir Telmu í leikslok sem var ekkert að fjölyrða um það.„Já tilfinningin er virkilega góð og mér hefur sjaldan liðið betur.“

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Leikurinn byrjaði þó brösulega fyrir Ísland en Telma mátti sjá á eftir boltanum í netið strax eftir um sex mínútna leik eftir röð óheppilegra atvika og brekka dagsins því fyrir vikið ögn brattari.

„Ég hafði samt alltaf fulla trú á liðinu og við vorum alveg með þær í seinni hálfleik þannig að ég hafði aldrei neinar áhyggjur. Ég vissi að við kæmum brjálaðar til baka eftir að hafa fengið þetta mark á okkur eftir sex mínútur. Það var nóg eftir á þeim tímapunkti svo ég hafði ekki áhyggjur en vissulega leiðinlegt að byrja leikinn svona.“

Telma stóð líkt og áður segir í markinu í dag en vænta má þess að gríðarleg samkeppni verði um stöðu markvarðar landsliðins á komandi árum en bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru til að mynda fjarverandi vegna meiðsla. Ákveðin forréttindastaða að eiga jafn marga frambærilega markverði og raun ber vitni?

„Gríðarlega mikilvægt og sérstaklega fyrir svona litla þjóð eins og okkur. Við erum með gríðarlega góða markmenn í þessum hóp. Cessa meidd og Fanney líka þannig að það er nóg í boði og gríðarlega gaman að sjá hvað við erum sterkar og góðar,“
Sagði Telma og bætti við um það hvort ekki væri auðvelt að halda sér á tánum í svona samkeppni?

„Jú auðvitað, maður er alltaf á tánum. Þú værir ekki í landsliðinu nema þú værir á tánum þannig að það er alltaf samkeppni sama hvað.“

Sagði Telma en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.

Athugasemdir