Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 27. mars 2020 10:16
Magnús Már Einarsson
Lögregla stöðvaði Oumar Niasse fyrir brot vegna kórónuveirunnar
Lögregla stöðvaði Oumar Niasse, framherja Everton, í gærkvöldi þar sem hann var að keyra Mercedes bifreið sína en með honum í för voru einn vinur hans og tvær vinkonur.

Útgöngubann er í Englandi vegna kórónuveirunnar og ekki mega fleiri en tveir koma saman þar í landi.

Hinn 29 ára gamli Niasse braut þær reglur með bílferð sinni en hann fékk einnig skammir frá lögreglunni fyrir að vera ekki með öryggisbelti.

Vinkonurnar tvær fóru á brott með Uber en Niasse og vinur hans fóru heim á bifreið hans.
Athugasemdir
banner