Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 27. mars 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Jafntefli í fyrsta keppnisleik Jamaíku undir stjórn Heimis
Heimir á hliðarlínunni í leiknum í nótt
Heimir á hliðarlínunni í leiknum í nótt
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíku, stýrði liðinu í fyrsta keppnisleiknum í nótt er liðið gerði 2-2 jafntefli við sterkt lið Mexíkó í Þjóðadeild CONCACAF.

Heimir tók við landsliði Jamaíku í september á síðasta ári og hefur síðan þá stýrt liðinu í nokkrum vináttulandsleikjum.

Flest allar stjörnur Jamaíku voru með í nótt fyrir utan auðvitað Michail Antonio, framherja West Ham, sem hefur verið frá síðan í byrjun mars.

Liðið fékk óskabyrjun er Bobby Reid skoraði með bylmingsskoti fyrir utan teig áður en Orbelin Pineda jafnaði tæpum tíu mínútum síðar.

Jamaíka komst aftur í forystu á 31. mínútu er Edson Alvarez kom boltanum í eigið net. Hirving Lozano jafnaði úr vítaspyrnu undir lok hálfleiksins.

Lærisveinar Heimis þurftu að vinna leikinn til að komast áfram í næstu umferð en sigurmarkið kom ekki og hefur því liðið lokið keppni í Þjóðadeildinni. Jamaíka tapaði ekki leik í riðlinum og tókst að tryggja sér þátttökurétt á Gullbikarnum sem fer fram í sumar og því smá sárabætur fyrir að hafa hafnað í öðru sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner