Fjölmiðlamenn í Svíþjóð spá því að Íslendingafélag Öster muni fljúga upp úr sænsku B-deildinni á tímabilinu sem er framundan.
Öster er spáð efsta sæti deildarinnar. Þjálfari Öster er Srdjan Tufegdzic, sem spilaði og þjálfari lengi vel á Íslandi. Hann er með tvo íslenska leikmenn í sínum röðum því Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson leika með liðinu.
„Þetta sýnir að fólk telur okkur vera að gera góða hluti. Við gerðum vel á síðasta tímabili en við hugsum ekki mikið um þessa spá," segir Túfa.
Efstu fimm í spánni:
1. Östers IF
2. Helsingborgs IF
3. Gais
4. Trelleborgs FF
5. Örebro SK
Sæbjörn Þór Steinke, fréttamaður á Fótbolta.net, spjallaði við Túfa í gær en hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum fyrir neðan.
???? Tränarbilden från Superettans upptaktsträff 2023 ???? pic.twitter.com/rS64Y2002s
— Superettan (@SuperettanSE) March 27, 2023
Athugasemdir