Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Svava Rós spilaði í sigri - Jafnt hjá Andra og Axeli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Örebro

Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn af bekknum í hálfleik þegar Gotham var 1-0 undir gegn Angel City í efstu deild bandaríska kvennaboltans í nótt.


Liðin mættust í fyrstu umferð nýs tímabils og leiddi Angel City eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Svava og stöllur tóku völdin á leiknum í seinni hálfleik og sáu heimakonur vart til sólar.

Margaret Purce jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Lynn Williams níu mínútum síðar.

Niðurstaðan flottur 1-2 endurkomusigur Gotham á útivelli.

Þá var Diljá Ýr Zomers í byrjunarliði Norrköping sem lagði Vaxjö að velli í fyrstu umferð efstu deildar í Svíþjóð.

Angel City 1 - 2 Gotham
1-0 Alyssa Thompson ('11)
1-1 Margaret Purce ('55, víti)
1-2 Lynn Williams ('64)

Norrköping 2 - 1 Växjö

Sirius og Örebro áttust þá við í æfingaleik í Svíþjóð og var Axel Óskar Andrésson í byrjunarliði Örebro.

Liðin skildu jöfn, 2-2, og byrjaði Andri Rúnar Bjarnason á bekknum hjá Sirius.

Sirius leikur í efstu deild á meðan Örebro leikur í næstefstu deild.

Sirius 2 - 2 Örebro


Athugasemdir
banner
banner