Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 27. apríl 2025 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Fyrirliðinn með tvennu fyrir FH
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 3 - 1 FHL
1-0 Arna Eiríksdóttir ('2 )
2-0 Arna Eiríksdóttir ('45 )
2-1 Hope Santaniello ('51 )
3-1 Maya Lauren Hansen ('77 )
Lestu um leikinn

Fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir kom FH yfir strax í upphafi leiks þegar hún átti fyrirgjöf sem fór yfir Keelan Terrell í marki FHL og í netið.

Arna bætti öðru marki sínu og öðru marki FH við undir lok fyrri hálfleiks þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Hope Santaniello minnkaði muninn fyrir FHL og skoraði fyrsta mark liðsins í efstu deild snemma í seinni hálfleik. Hún lék á Aldísi Guðlaugsdóttir í marki FH og skoraði í autt markið.

Maya Hansen innsiglaði sigur FH þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Kjaftshögg fyrir FHL sem átti góðan kafla eftir að hafa minnkað muninn.

Nær komst FHL ekki og FH kemur sér á toppinn í bili að minnsta kosti. Liðið er með sjö stig eftir þrjár umferðir en FHL er án stiga.




Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 17 15 1 1 68 - 13 +55 46
2.    FH 17 11 2 4 40 - 21 +19 35
3.    Þróttur R. 17 10 3 4 30 - 20 +10 33
4.    Valur 17 8 3 6 30 - 26 +4 27
5.    Stjarnan 17 8 1 8 29 - 32 -3 25
6.    Víkingur R. 17 7 1 9 36 - 39 -3 22
7.    Þór/KA 17 7 0 10 29 - 32 -3 21
8.    Fram 17 6 0 11 23 - 43 -20 18
9.    Tindastóll 17 5 2 10 22 - 40 -18 17
10.    FHL 17 1 1 15 11 - 52 -41 4
Athugasemdir
banner