Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   sun 27. apríl 2025 15:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Höjlund bjargaði stigi gegn tíu leikmönnum Bournemouth
Mynd: EPA
Bournemouth 1 - 1 Manchester Utd
1-0 Antoine Semenyo ('23 )
1-1 Rasmus Hojlund ('90 )
Rautt spjald: Evanilson, Bournemouth ('68)

Tímabilið hjá Manchester United hefur verið sögulega slakt í deildinni. Liðið var nálægt því að tapa gegn Bournemouth í dag en Rasmus Höjlund bjargaði stigi fyrir United.

United vildi sjá rautt spjald á Tyler Adams þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Adams fór harkalega í Alejandro Garnacho og fékk gult spjald, dómurinn stóð eftir skoðun í VAR.

Stuttu síðar komst Bournemouth yfir. Adam Smith náði boltanum af Patrick Dorgu á hættulegum stað og sendi boltann fyrir á Evanilson. Hann átti hælspyrnu á Antoine Semenyo sem átti gott skot og boltinn hafnaði í netinu.

Semenyo átti skot strax í upphafi seinni hálfleiks en boltinn fór rétt framhjá markinu.

Bournemouth var manni færri frá 70. mínútu þegar Evanilson klippti Noussair Mazraoui niður og fékk réttilega rautt spjald.

Man Utd sótti án afláts í kjölfarið og sérstaklega í uppbótatímanum. Blaðran sprakk loksins þegar Rasmus Höjlund stýrði boltaum í netið af stuttu færi og tryggði Man Utd stig. Hans fjórða deildarmark á tímabilinu.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
4 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 34 12 5 17 51 61 -10 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner