Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 27. maí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á þessum degi fyrir 11 árum: Magnaðir Börsungar í Róm
Á þessum degi, 27. maí, fyrir ellefu árum síðan, árið 2009, vann Barcelona Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Manchester United á Ólympíuvellinum í Róm.

Barcelona var með magnað lið á þessum tíma og Manchester United átti fá svör við gæðum Börsunga.

Það voru þeir Samuel Eto'o og Lionel Messi sem skoruðu mörk Barcelona í leiknum. Eto'o fór illa með Nemanja Vidic í fyrra markinu og skoraði Messi síðara markið þegar hann stökk himinhátt til að skalla sendingu Xavi í markið.

Hér að neðan má sjá mörkin úr þessum leik, en þess má geta að þetta magnaða lið Barcelona vann alls sex titla árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola.

Athugasemdir
banner