Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Stjarnan burstaði KR - Valur, Víkingur og Selfoss unnu
Hilmar Árni skoraði tvö gegn KR.
Hilmar Árni skoraði tvö gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarna skoraði og lagði upp í leik með Val gegn Keflavík.
Aron Bjarna skoraði og lagði upp í leik með Val gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar KR töpuðu stórt í Vesturbænum gegn Stjörnunni í kvöld. Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum og vann mjög svo sanngjarnan sigur.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins í fyrri hálfleiknum og þegar tæpar tíu mínútur voru eftir skoraði hinn efnilegi Sölvi Snær Guðbjargarson þriðja mark Stjörnunnar.

Flottur sigur hjá Stjörnunni, en þeir Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson stýra nú liðinu saman. Ólafur var á hækjum á hliðarlínunni í kvöld, en hann slasaðist við að hoppa yfir skilti á æfingu á dögunum.

Vaur valtaði yfir Keflavík að Hlíðarenda. Patrick Pederson skoraði tvennu og gerði Aron Bjarnason, nýr leikmaður Vals, mark og stoðsendingu. Kristinn Freyr Sigurðsson og Ívar Örn Jónsson skoruðu einnig fyrir Val.

Víkingur Reykjavík kom til baka gegn Gróttu í Fossvogi eftir að hafa lent 2-0 undir. Víkingur byrjaði leikinn í leikkerfinu 3-5-2.

Þá burstaði Selfoss lið Ægis í nágrannaslag í vonskuviðri í Þorlákshöfn.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leik KR og Stjörnunnar sem var sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Valur 5 -1 Keflavík
1-0 Patrick Pedersen
1-1 Kian Williams
2-1 Aron Bjarnason
3-1 Ívar Örn Jónsson
4-1 Kristinn Freyr Sigurðsson
5-1 Patrick Pederson

KR 0 - 3 Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson ('16)
0-2 Hilmar Árni Halldórsson ('23)
0-3 Sölvi Snær Guðbjargarson ('81)

Víkingur R. 3 - 2 Grótta
0-1 Halldór Kristján Baldursson
0-2 Axel Sigurðarson
1-2 Atli Hrafn Andrason
2-2 Helgi Guðjónsson
3-2 Helgi Guðjónsson

Ægir 0 - 4 Selfoss
Mörk Selfoss: Hrvoje Tokic 2, Kenan Turudija, Ingvi Rafn Óskarsson.

Sjá einnig:
Æfingaleikur: ÍBV hafði betur gegn Skagamönnum



Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner