Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Sonni skoraði í fjórða sigri B36 - NSÍ með stórsigur
Sonni Ragnar Nattestad.
Sonni Ragnar Nattestad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
B36 er á toppnum í Færeyjum eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni.

Sonni Ragnar Nattestad, fyrrum leikmaður FH og Fylkis, var á meðal markaskorara í 3-1 útisigri liðsins á TB Tvöeroyri í kvöld. B36 er á toppnum með 12 stig, en á hinum helmingi töflunnar er TB á botninum án stiga.

Fyrrum lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ Runavík fóru á kostum í kvöld og unnu stórsigur á heimavelli gegn ÍF Fuglafirði. Klæmint Olsen og Morits Heini Mortensen skoruðu báðir tvö fyrir NSÍ, en Betuel Hansen var einnig á skotskónum.

NSÍ er í öðru sæti með níu stig, en lið Fuglafjarðar er í sjöunda sæti með þrjú stig.

NSÍ Runavík 5 - 0 ÍF Fuglafjörður
1-0 Klæmint Olsen ('8)
2-0 Morits Heini Mortensen ('50)
3-0 Morits Heini Mortensen ('57)
4-0 Klæmint Olsen ('59)
5-0 Betuel Hansen ('76)

TB Tvöeroyri 1 - 3 B36
0-1 Michal Przybylski ('7)
1-1 Poul Ingason ('29)
1-2 Sonni Nattestad ('42)
1-3 Meinhard Olsen ('49)
Athugasemdir
banner
banner