Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   lau 27. maí 2023 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var ekkert að flækja hlutina er hann mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net eftir 2-0 tap Þórs/KA gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Spurningin var einföld. Átti liðið eitthvað meira skilið en tap í leik dagsins? Svari reyndist nokkuð stutt og einfalt.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

„Nei ætli það nokkuð. Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram.“

Þór/KA hefur verið nokkuð ólíkindatól í Bestu deildinni það sem af er móti þar þó það hafi engin áhrif þannig séð þegar í bikarinn er komið. Þær hafa þó unnið sigra gegn Breiðablik og Stjörnunni sem dæmi en jafnframt tapað deildarleik sínum gegn Keflavík á dögunum og virðist skorta stöðugleika. Hvað er til ráða til að bæta úr því?

„Það er bara að halda áfram. Ég held að það sé engin töfraformúla í þessu. Við töpuðum bara hér í dag gegn fínu liði Keflavíkur sem að keyrir vel á sínum styrkleikum og gera þetta vel og eiga þetta skilið. “

Eins og fram kom hér áðan er þetta í annað sinn á rétt um mánuði sem Þór/KA tapar gegn Keflavík en liðin mættust á Akureyri í annari umferð Bestu deildarinnar þar sem Keflavík hafði 2-1 sigur. Virðist eins og Keflavík sé með ágætis tak á Þór/KA.

„180 mínútur og 4-1 fyrir Keflavík, þær eru betra lið en við það er bara þannig.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir