Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
banner
   lau 27. maí 2023 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram
watermark Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var ekkert að flækja hlutina er hann mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net eftir 2-0 tap Þórs/KA gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Spurningin var einföld. Átti liðið eitthvað meira skilið en tap í leik dagsins? Svari reyndist nokkuð stutt og einfalt.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

„Nei ætli það nokkuð. Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram.“

Þór/KA hefur verið nokkuð ólíkindatól í Bestu deildinni það sem af er móti þar þó það hafi engin áhrif þannig séð þegar í bikarinn er komið. Þær hafa þó unnið sigra gegn Breiðablik og Stjörnunni sem dæmi en jafnframt tapað deildarleik sínum gegn Keflavík á dögunum og virðist skorta stöðugleika. Hvað er til ráða til að bæta úr því?

„Það er bara að halda áfram. Ég held að það sé engin töfraformúla í þessu. Við töpuðum bara hér í dag gegn fínu liði Keflavíkur sem að keyrir vel á sínum styrkleikum og gera þetta vel og eiga þetta skilið. “

Eins og fram kom hér áðan er þetta í annað sinn á rétt um mánuði sem Þór/KA tapar gegn Keflavík en liðin mættust á Akureyri í annari umferð Bestu deildarinnar þar sem Keflavík hafði 2-1 sigur. Virðist eins og Keflavík sé með ágætis tak á Þór/KA.

„180 mínútur og 4-1 fyrir Keflavík, þær eru betra lið en við það er bara þannig.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner