Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   lau 27. maí 2023 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var ekkert að flækja hlutina er hann mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net eftir 2-0 tap Þórs/KA gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Spurningin var einföld. Átti liðið eitthvað meira skilið en tap í leik dagsins? Svari reyndist nokkuð stutt og einfalt.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

„Nei ætli það nokkuð. Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram.“

Þór/KA hefur verið nokkuð ólíkindatól í Bestu deildinni það sem af er móti þar þó það hafi engin áhrif þannig séð þegar í bikarinn er komið. Þær hafa þó unnið sigra gegn Breiðablik og Stjörnunni sem dæmi en jafnframt tapað deildarleik sínum gegn Keflavík á dögunum og virðist skorta stöðugleika. Hvað er til ráða til að bæta úr því?

„Það er bara að halda áfram. Ég held að það sé engin töfraformúla í þessu. Við töpuðum bara hér í dag gegn fínu liði Keflavíkur sem að keyrir vel á sínum styrkleikum og gera þetta vel og eiga þetta skilið. “

Eins og fram kom hér áðan er þetta í annað sinn á rétt um mánuði sem Þór/KA tapar gegn Keflavík en liðin mættust á Akureyri í annari umferð Bestu deildarinnar þar sem Keflavík hafði 2-1 sigur. Virðist eins og Keflavík sé með ágætis tak á Þór/KA.

„180 mínútur og 4-1 fyrir Keflavík, þær eru betra lið en við það er bara þannig.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner