Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. maí 2023 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Þróttur sló bikarmeistarana úr leik
Þróttarar unnu bikarameistara Vals
Þróttarar unnu bikarameistara Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2 - 1 Valur
0-1 Haley Lanier Berg ('5 )
1-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('78 )
2-1 Sæunn Björnsdóttir ('88 )
Lestu um leikinn

Þróttur verður í pottinum er dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna á þriðjudag eftir að liðið sló bikarameistara Vals úr leik. Frábær endurkoma Þróttara skilaði 2-1 sigri á AVIS-vellinum.

Haley Lanier Berg opnaði leikinn með því að koma Val yfir á 5. mínútu leiksins. Sóknin byrjaði frá aftasta manni. Fanney Inga Birkisdóttir fann Málfríðu Önnu og kom hún boltanum á Haley en hún og Jamie Fields spiluðu sín á milli áður en Haley lék á tvo varnarmenn og skoraði.

Þróttarar náðu lítið að ógna marki Vals og var það ekki fyrr en undir lok hálfleiksins sem Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti fínasta færi en skalli hennar ekki nógu öflugur.

Það var allt annað að sjá til Þróttara í þeim síðari. Þær lögðu allt í sölurnar og uppskáru eftir því.

Freyja Karín Þorvarðardóttir byrjaði á bekknum en kom inná á 64. mínútu. Fjórtán mínútum síðar jafnaði hún metin. Mikenna McManus kom með laglega fyrirgjöf á fjærstöng og skoraði Freyja örugglega.

Valur átti tvö góð færi næstu mínúturnar á eftir. Arna Sif fyrst með skalla rétt framhjá og þá átti Þórdís Elva skot framhjá markinu en Þróttarar refsuðu fyrir slaka færanýtingu Vals.

Sæunn Björnsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Þrótt á 88. mínútu og það eftir mistök Fanneyjar. Ísabella Anna Húbertsdóttir kom með fyrirgjöf sem Fanney misreiknaði og datt boltinn fyrir Sæunni sem skaut Þrótturum í 8-liða úrslit.

Ríkjandi bikarmeistarar Vals eru úr leik í bikarnum þetta árið og er það Þróttur sem verður í pottinum á þriðjudag þegar dregið verður í 8-liða úrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner