Bellingham, Rice, Mount, Mendy, Szoboszlai, Cancelo, Kimmich og fleiri öflugir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
___________________
Real Madrid mun tilkynna kaupin á Jude Bellingham (19), leikmanni Borussia Dortmund, í næstu viku. (Marca)
Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins, vill ganga til liðs við Arsenal en Manchester United, Chelsea og Bayern Munchen hafa áhuga á þessum 24 ára gamla miðjumanni. (Mirror)
Manchester United á enn eftir að bjóða þessar 55 milljónir punda sem Chelsea vill fá fyrir Mason Mount. United er bílstjórasætinu í baráttunni um hinn 24 ára gamla Mount. (Independent)
Chelsea mun að öllum líkindum selja einn af markmönnum liðsins í sumar en líklegast er að Edouard Mendy (31) verði látinn fara. (90min)
Newcastle United hefur sent njósnara í að fylgjast með Dominik Szoboszlai (22), leikmann RB Leipzig. (SkySports)
Manchester City hefur sett 35 milljóna punda verðmiða á Joao Cancelo en þessi 28 ára gamli bakvörður er á láni hjá Bayern Munchen. Barcelona hefur áhuga á leikmanninum. (Sport)
City vill nota Cancelo í skiptidil við Bayern Munchen og fá Joshua Kimmich í staðinn. (90min)
Marco Asensio mun yfirgefa Real Madrid eftir þetta tímabil en hann og félagið náðu ekki saman um nýjan samning. (Athletic)
Asensio er í viðræðum við PSG og mun fara þangað á frjálsri sölu. (ESPN)
Tottenham leiðir kapphlaupið í baráttunni um markvörð Brentford, David Raya (27). (GiveMeSport)
Mark Flekken, markvörður Freiburg og hollenska landsliðsins, er nálægt því að krota undir hjá Brentford en þessi 29 ára gamli markvörður myndi koma fyrir rúmar tíu milljónir punda. (Sky Sports Germany)
Það er ólíklegt að Leeds United kaupi Weston McKennie (24) frá Juventus en hann er á láni hjá félaginu út leiktíðina. (Calciomercato)
West Ham vill fá Nuno Tavares, 23 ára leikmann Arsenal sem nú er á láni hjá Marseille. (Record)
David Moyes segir að hann ætlar að skoða að fá enska leikmenn í sumar og vill hann fá James Ward-Prowse (28), fyrirliða Southampton og Harvey Barnes, leikmann Leicester City. (Standard)
Hinn 23 ára gamli Reiss Nelson mun samþykkja nýjan samning hjá Arsenal. (Athletic)
Tottenham er reiðubúið í að hlusta á tilboð í hinn þrítuga Ben Davies. (Football Insider)