Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. maí 2023 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Luton um Lockyer: Eina sem ég hef hugsað um
Mynd: Luton
Rob Edwards, stjóri Luton, átti erfitt með að hugsa út í það að liðið væri komið upp í ensku úrvalsdeildina en hann hafði meiri áhyggjur af fyrirliða liðsins.

Tom Lockyer, fyrirliði Luton, hneig niður á 5. mínútu í úrslitaleik umspilsins gegn Coventry og þurfti að fara með hann í flýti á sjúkrahús í grenndinni.

Luton missti þar sinn besta mann en Edwards var eðlilega brugðið þegar atvikið átti sér stað.

„Við misstum fyrirliðann og besta leikmanninn okkar eftir fjórar eða fimm mínútur. Það er það eina sem ég hef hugsað um síðan leikurinn var flautaður af. Heilsa er mikilvægari en allt annað.“

„Við misstum Tom en náðum að jafna okkur eftir það og sýndum tilfinningalegan styrk og karakter.“


Edwards var að rifna úr stolti yfir árangrinum sem félagið hefur náð á síðustu árum og var þetta því kærkomið.

„Ég er svo stoltur að vera hluti af þessu félagi. Leikmennirnir, starfsliðið, stjórnin og stuðningsmennirnir eiga skilið að njóta augnabliksins því þau hafa gengið í gegnum margt,“ sagði Edwards.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner