Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stóri Sam íhugar að vera áfram - „Vonandi verð ég þunnur"
Mynd: Getty Images

Sam Allardyce stjóri Leeds United íhugar að vera áfram hjá félaginu sama hvað gerist á morgun.


Liðið berst fyrir lífi sínu í deildinni en liðið þarf sigur gegn Tottenham á Elland Road og vonast til að Everton og Leicester misstígi sig til að halda sæti sínu í deildinni.

Allardyce gaf það í skyn að hann væri tilbúinn til að stýra liðinu áfram þó það falli.

„Það kemur í ljós í lokin. Það hefur alltaf verið staðan, við munum ræða það sem þarf að ræða í lok tímabils. Það fer eftir því hvað mér finnst að félagið þurfi í framtíðinni og hvað félaginu finnst og ef það fer saman sjáum við til," sagði Allardyce.

„Þessar viðærður klárast ekki á einum degi, það gerist á ákveðnu tímabili og ég vona bara að við tölum á jákvæðum nótum á mánudagsmorgun og ég verð þunnur."


Athugasemdir
banner