Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. júní 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Akinfenwa sektaður fyrir að mæta í Liverpool treyju
Mynd: Getty Images
Adebayo Akinfenwa, framherji Wycombe í ensku C-deildinni, er líklega sterkasti leikmaðurinn í ensku deildarkeppninni - og þótt víðar væri leitað í fótboltaheiminum.

Hinn 38 ára gamli Akinfenwa er yfir 100 kíló og hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir líkamsbyggingu sína.

Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool, en hann mætti í treyju liðsins á æfingu hjá Wycombe eftir að Liverpool tryggði sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár síðasta fimmtudag.

Akinfenwa borgaði sekt sína glaður fyrir að mæta í treyjunni á æfingasvæðið. „Ég er nú þegar búinn að borga sektina, stjórinn veit af þessu. Ég er búinn að fá mikið hatur í dag, en það er allt í góðu."

Wycombe er að reyna að komast upp úr ensku C-deildinni, en liðið mætir lærisveinum Joey Barton í Fleetwood Town í umspili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner