lau 27. júní 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fær samkeppni í kappinu um Guendouzi
Powerade
Hvar endar Guendouzi?
Hvar endar Guendouzi?
Mynd: Getty Images
Koulibaly vill yfirgefa Napoli.
Koulibaly vill yfirgefa Napoli.
Mynd: Getty Images
Framtíð Bellingham er óljós.
Framtíð Bellingham er óljós.
Mynd: Getty Images
Van Dijk og Mane eru meðal leikmanna sem skiptu úr Southampton í Liverpool.
Van Dijk og Mane eru meðal leikmanna sem skiptu úr Southampton í Liverpool.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er stútfullur enda styttist óðfluga í lok tímabilsins og opnun leikmannamarkaðsins. Matteo Guendouzi, Kalidou Koulibaly, Achraf Hakimi, Layvin Kurzawa og Jude Bellingham koma meðal annars fyrir í slúðrinu í dag.


Mikel Arteta vildi ekki tjá sig um framtíð Matteo Guendouzi, 21, á fréttamannafundi. Guendouzi er líklega á förum frá Arsenal í sumar. (Guardian)

Manchester United hefur áhuga á Guendouzi en Barcelona, Paris SG, Inter og Atletico Madrid fylgjast einnig með gangi mála. (L'Equipe)

Celtic vill fá Joe Hart, 33, á frjálsri sölu eftir tveggja ára dvöl hjá BUrnley. Fraser Forster, 32, er næstur á lista Celtic og kæmi hann á lánssamningi frá Southampton. (Telegraph)

Arsenal hefur áhuga á Danilo Pereira, 28 ára miðjumanni Porto sem er falur fyrir 20 milljónir evra. Arsenal er þá enn að reyna að landa ganverska miðjumanninum Thomas Partey, 27, sem kostar talsvert meira. (ESPN)

Kalidou Koulibaly, 29, vill yfirgefa Napoli í sumar til að ganga í raðir Manchester City. (Mundo Deportivo)

Inter er að landa Achraf Hakimi, 21 árs bakverði Real Madrid sem hefur gert frábæra hluti að láni hjá Borussia Dortmund síðustu tvö ár. Inter greiðir rúmlega 40 milljónir evra fyrir þennan landsliðsmann Marokkó. (Guardian)

Vinstri bakvörðurinn Layvin Kurzawa, 27, virðist vera búinn að velja PSG framyfir Arsenal. Bakvörðurinn mun skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Frakklandsmeistarana þegar núverandi samningur hans rennur út í sumar. (RMC Sport)

Jude Bellingham verður 17 ára á mánudaginn og getur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Framtíð hans er óljós, hann er hjá Birmingham City um þessar mundir en Man Utd og Dortmund vilja bæði fá hann í sínar raðir. (Mirror)

Dani Ceballos segist vera opinn fyrir því að ganga til liðs við Real Betis á láni. Ceballos, 23, er nýlega búinn að ryðja sér leið inn í byrjunarlið Arsenal þar sem hann leikur að láni út tímabilið. (Marca)

Diego Maradona, þjálfari Gimnasia y Esgrima La Plata, vonast til að fá hinn fertuga Ronaldinho til að taka skóna fram af hillunni og spila undir sinni stjórn. (Marca)

Tottenham er búið að bjóða kantmanninum Maurizio Pochettino, 19, nýjan samning. Maurizio er sonur Mauricio Pochettino, fyrrum stjóra Tottenham. (Standard)

Southampton fær um 2,5 milljónir punda eftir að Liverpool vann enska úrvalsdeildartitilinn. Fjórir leikmenn Liverpool sem komu frá Southampton voru með bónusgreiðslur fyrir að vinna úrvalsdeildina í kaupsamningum sínum. (Telegraph)

Liverpool gæti þurft að greiða rúmlega 10 milljónir í ýmsa bónusa við afhendingu titilsins. Arsenal, Hull City og Charlton eru meðal félaga sem munu græða á því. (Daily Mail)

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, segist ekki vita hvort framtíð Miralem Pjanic, 30, sé hjá Juventus eða ekki. (Sky Sports Italia)

Carlos Tevez, 36, útilokar ekki að ganga aftur í raðir West Ham þegar samningur hans við Boca Juniors rennur út. (Radio La Red)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner