Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. júní 2020 14:03
Ívan Guðjón Baldursson
Þremur leikjum Stjörnunnar frestað (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ er búið að staðfesta að næstu þremur leikjum Stjörnunnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefur verið frestað vegna smits í liðinu.

Leikmaður Stjörnunnar greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi og mun allt liðið því vera í sóttkví næstu tvær vikur.

Leikjum Stjörnunnar gegn KA, FH og KR hefur verið frestað. Stjarnan átti að spila við KA á morgun klukkan 17:00. Garðbæingar áttu svo útileik gegn FH 5. júlí og heimaleik á móti KR 9. júlí.

Þetta er skellur fyrir Stjörnuna sem fór vel af stað í Pepsi Max-deildinni og er með sex stig eftir tvær umferðir.

Leikir Stjörnunnar sem hefur verið frestað:
28. júní: Stjarn­an - KA
5. júlí: FH - Stjarn­an
9. júlí: Stjarn­an - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner