Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 27. júní 2021 21:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér leið ekkert sérstaklega vel
Glaður í kvöld.
Glaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög tense og spennuþrunginn leikur og gott að klára þetta," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn HK í Kórnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

Hvernig leið Óskari þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Blikar 2-1 undir?

„Mér leið ekkert sérstaklega vel, mér fannst á þeim tímapunkti við ekki ná að skapa okkur nógu mörg færi í seinni hálfleik þannig ég er þeim mun stoltari af mínu liði eftir að hafa komið til baka og einhvern veginn náð að grafa djúpt eftir þessum tveimur mörkum sem tryggja okkur sigurinn."

Blikar sköpuðu sér haug af færum í fyrri hálfleik en ekki mikið í þeim seinni. Einhver ástæða fyrir því?

„Ég átta mig ekki alveg á því, við missum bæði Viktor Karl og Árna út af á sama tíma í meiðsli og þá virðist takturinn fara úr þessu. Viktor kemur aftur inn og Oliver kemur svo inn fyrir Árna ískaldur og þá fannst mér bara takturinn fara úr þessu og til þess að geta brotið HK liðið á bak aftur, sem er feykilega öflugt og vel skipulagt lið, þá þarftu að vera í takti og hlutirnir þurfa að gerast hratt og það var kannski okkar helsta vandamál í seinni hálfleik."

Valur og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir Blika sem er núna fimm stigum á eftir Val en eiga leik til góða.

„Já, ég er sammála því og auðvitað gott fyrir okkur en aðallega þurfum við að hugsa um okkur sjálfa, það var mikilvægt að fá þessi þrjú stig mikilvægt að tengja saman þennan sigur við FH leikinn og halda í við hin liðin í toppbaráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner