Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 27. júní 2021 21:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér leið ekkert sérstaklega vel
Glaður í kvöld.
Glaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög tense og spennuþrunginn leikur og gott að klára þetta," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn HK í Kórnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

Hvernig leið Óskari þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Blikar 2-1 undir?

„Mér leið ekkert sérstaklega vel, mér fannst á þeim tímapunkti við ekki ná að skapa okkur nógu mörg færi í seinni hálfleik þannig ég er þeim mun stoltari af mínu liði eftir að hafa komið til baka og einhvern veginn náð að grafa djúpt eftir þessum tveimur mörkum sem tryggja okkur sigurinn."

Blikar sköpuðu sér haug af færum í fyrri hálfleik en ekki mikið í þeim seinni. Einhver ástæða fyrir því?

„Ég átta mig ekki alveg á því, við missum bæði Viktor Karl og Árna út af á sama tíma í meiðsli og þá virðist takturinn fara úr þessu. Viktor kemur aftur inn og Oliver kemur svo inn fyrir Árna ískaldur og þá fannst mér bara takturinn fara úr þessu og til þess að geta brotið HK liðið á bak aftur, sem er feykilega öflugt og vel skipulagt lið, þá þarftu að vera í takti og hlutirnir þurfa að gerast hratt og það var kannski okkar helsta vandamál í seinni hálfleik."

Valur og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir Blika sem er núna fimm stigum á eftir Val en eiga leik til góða.

„Já, ég er sammála því og auðvitað gott fyrir okkur en aðallega þurfum við að hugsa um okkur sjálfa, það var mikilvægt að fá þessi þrjú stig mikilvægt að tengja saman þennan sigur við FH leikinn og halda í við hin liðin í toppbaráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir