banner
   þri 27. júlí 2021 11:43
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Heimsmeisturunum tókst ekki að skora gegn Ástralíu
Alex Morgan kom boltanum í markið í leiknum en dæmd var rangstaða.
Alex Morgan kom boltanum í markið í leiknum en dæmd var rangstaða.
Mynd: Getty Images
Markalaust jafntefli varð niðurstaðan þegar Bandaríkin mættu Ástralíu í lokaumferð riðlakeppni kvennafótboltans á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Bandaríkin enduðu í öðru sæti G-riðils eftir að Svíþjóð vann Nýja-Sjáland 2-0 og hirti toppsætið með fullt hús.

Bandaríkin komu inn í mótið án ósigurs í 44 leikjum en liðið tapaði opnunarleiknum gegn Svíþjóð. Liðið svaraði með 6-1 sigri gegn Nýja-Sjálandi en átti í vandræðum með færasköpun gegn Ástralíu.

Anna Anvegard og Madelen Janogy skoruðu mörk Svíþjóðar gegn Nýja-Sjálandi.

Bandaríkin og Svíþjóð eru komin í 8-liða úrslitin en Ástralía á möguleika á að fylgja með góðan árangur í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner