Hinn 17 ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði tvö mörk er Völsungur vann Reyni Sandgerði, 4-0, í 2. deild karla í dag. Hann er nú kominn með 15 mörk í 14 leikjum á tímabilinu.
Jakob, sem samdi á dögunum við KR, hefur farið mikinn með Völsungi í sumar.
Hann gerði fyrsta mark liðsins á 7. mínútu og þá gerðu þeir Simon Colina og Jakob Héðinn Róbertsson áður en Jakob Gunnar bætti við öðru marki sínu um tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Haukar unnu Ægi, 4-2. Frosti Brynjólfsson skoraði tvívegis fyrir Hauka og þá komust þeir Máni Mar Steinbjörnsson og Paulo Ippolito einnig á blað.
Kormákur/Hvöt lagði KF að velli, 3-1. Heimamenn komust í þriggja marka forystu þökk sé Moussa Brou, Artur Jan Bilecki og Viktor Inga Jónssyni.
Völsungur er í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, Haukar í 7. sæti með 20 stig, Kormákur/Hvöt í 8. sæti með 18 stig, Ægir í 10. sæti með 15 stig, KF í næst neðsta sæti með 11 stig og Reynir Sandgerði í neðsta sæti með 8 stig.
Ægir 2 - 4 Haukar
1-0 Anton Fannar Kjartansson ('3 )
1-1 Frosti Brynjólfsson ('13 )
1-2 Máni Mar Steinbjörnsson ('19 )
1-3 Frosti Brynjólfsson ('35 )
1-4 Paulo Ippolito ('54 )
2-4 Dimitrije Cokic ('62 )
Völsungur 4 - 0 Reynir S.
1-0 Jakob Gunnar Sigurðsson ('7 )
2-0 Simon Dominguez Colina ('27 )
3-0 Jakob Héðinn Róbertsson ('67 )
4-0 Jakob Gunnar Sigurðsson ('73 )
Kormákur/Hvöt 3 - 1 KF
1-0 Moussa Ismael Sidibe Brou ('11 )
2-0 Artur Jan Balicki ('30 )
3-0 Viktor Ingi Jónsson ('66 )
3-1 Daniel Kristiansen ('80 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir