
Álftanes og Sindri gerðu ótrúlegt 4-4 jafntefli eru þau mættust á OnePlus-vellinum Í 2. deild kvenna í kvöld. ÍH vann þá 5-0 stórsigur á Augnabliki á meðan Dalvík/Reynir og Smári skildu jöfn, 1-1, í botnbaráttunni.
Það var stuð og stemning á Álftanesi. Klara Kilbey kom Sindra í 1-0 á 3. mínútu en heimakonur tóku við sér eftir það og skoruðu næstu fjögur mörk leiksins.
Tvö þeirra voru sjálfsmörk en hin tvö gerðu Klara Sigríður Sævarsdóttir og Ásthildur Lilja Atladóttir.
Sindri var ekki á því að gefast upp. María Lena Ásgeirsdóttir minnkaði muninn í 4-2 á 73. mínútu og þremur mínútum síðar gerði Ólöf María Arnarsdóttir þriðja markið.
Í blálokin kom jöfnunarmarkið en þar var að verki Katie Terese Cox. Mögnuð endurkoma Sindra og stórt stig miðað við stöðuna sem liðið var búið að koma sér í.
Hafrún Birna Helgadóttir og Margrét Helga Ólafsdóttir skoruðu báðar tvö mörk í 5-0 sigri ÍH á Augnabliki. Hildur Katrín Snorradóttir skoraði einnig í leiknum.
Smári náði sér í sjaldgæft stig er liðið gerði jafntefli við Dalvík/Reyni, 1-1.
Smári hafði aðeins fengið eitt stig fram að leiknum í kvöld en það var Kristín Inga Vigfúsdóttir sem sótti stigið með góðu marki á 52. mínútu eftir að María Björk Ómarsdóttir hafði komið Dalvík/Reyni yfir snemma í leiknum.
Stöðutöfluna má sjá hér fyrir neðan.
Álftanes 4 - 4 Sindri
0-1 Kiara Kilbey ('3 )
1-1 Helga Rún Hermannsdóttir ('37 , Sjálfsmark)
2-1 Kara Sigríður Sævarsdóttir ('51 )
3-1 Fanney Rut Guðmundsdóttir ('56 , Sjálfsmark)
4-1 Ásthildur Lilja Atladóttir ('72 )
4-2 María Lena Ásgeirsdóttir ('73 )
4-3 Ólöf María Arnarsdóttir ('76 )
4-4 Katie Teresa Cox ('90 )
ÍH 5 - 0 Augnablik
1-0 Hafrún Birna Helgadóttir ('39 )
2-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('41 )
3-0 Margrét Helga Ólafsdóttir ('45 )
4-0 Margrét Helga Ólafsdóttir ('54 )
5-0 Hafrún Birna Helgadóttir ('62 )
Smári 1 - 1 Dalvík/Reynir
0-1 María Björk Ómarsdóttir ('7 )
1-1 Kristín Inga Vigfúsdóttir ('52 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir