Magni og Sindri unnu bæði góða útisigra í 3. deild karla í dag.
Sindri vann ÍH, 3-1, í Skessunni. Heimamenn í ÍH gerðu fyrsta mark leiksins er Kristófer Dan Þórðarson skoraði af vítapunktinum.
ÍH hélt forystunni alveg fram að 78. mínútu er Guðmundur Jón Þórðarson jafnaði fyrir Sindra. Á lokamínútum leiksins skoruðu gestirnir tvö mörk. Bjarki Flóvent Ásgeirsson og Abdul Bangura skoruðu með stuttu millibili og tryggðu Sindra öll stigin.
Frábært fyrir Sindra sem er komið upp úr næst neðsta sæti og í 9. sæti með 14 stig en ÍH er í 7. sæti með 17 stig.
Magnamenn unnu á meðan 3-2 sigur á KV á KV-Park. Gestirnir fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Alexander Ívan Bjarnason og Þorsteinn Ágúst Jónsson með mörk Magna en Konráð Bjarnason með mark KV.
Guðmundur Óli Steingrímsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, gerði þriðja markið á 65. mínútu. Hrafn Tómasson tókst að minnka muninn sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og hélt von heimamanna á lífi, en mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur því 3-2 gestunum í vil.
Magni er í 5. sæti með 22 stig en KV aftur komið í fallsæti með 12 stig.
ÍH 1 - 3 Sindri
1-0 Kristófer Dan Þórðarson ('26 , Mark úr víti)
1-1 Guðmundur Jón Þórðarson ('78 )
1-2 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('90 )
1-3 Abdul Bangura ('90 )
KV 2 - 3 Magni
0-1 Alexander Ívan Bjarnason ('17 )
1-1 Konráð Bjarnason ('35 )
1-2 Þorsteinn Ágúst Jónsson ('43 )
1-3 Guðmundur Óli Steingrímsson ('65 )
2-3 Hrafn Tómasson ('83 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir