Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Sjóðandi heitir Stólar unnu fimmta leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 4 - 1 KH
1-0 Arnar Ólafsson ('5 )
1-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('8 )
2-1 Arnar Ólafsson ('16 )
3-1 Svend Emil Busk Friðriksson ('27 )
4-1 Josu Ibarbia Perurena ('60 )

Tindastóll vann fimmta deildarleik sinn í röð í 4. deild karla er það lagði KH að velli, 4-1, á Sauðárkróksvelli í dag.

Stólarnir hafa verið frábærir undanfarið og vélin farin að malla af alvöru.

Arnar Ólafsson skoraði tvö og þeir Svend Emil Busk Friðriksson og Josu Perurena sitt markið hvor.

Haukur Ásberg Hilmarsson gerði eina mark KH á áttundu mínútu leiksins.

Tindastóll hefur nú unnið fimm leiki í röð og er í toppsæti deildarinnar með 28 stig, tveimur meira en Ýmir sem á vissulega leik inni. KH er í 5. sæti með 19 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner