Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: Szoboszlai hetja Liverpool í fyrsta leik Slot

Liverpool lagði Real Betis að velli í æfingaleik í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gærkvöldi.


Margir sterkir leikmenn Liverpool eru enn í sumarfríi en leikmenn á borð við Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai, Harvey Elliott og Curtis Jones voru í byrjunarliðinu í gær. Adrian fyrrum markvörður Liverpool gekk til liðs við Betis í sumar en hann var í byrjunarliði spænska liðsins.

Salah og Szoboszlai sáu til þess að Liverpool fór með sigur af hólmi en Salah lagði upp eina mark leiksins á Szoboszlai eftir rúmlega klukkutíma leik.

Stuttu áður hafði Jones þurft að fara af velli vegna meiðsla.

Liverpool byrjar stjóratíð Arne Slot með sigri en næsti leikur liðsins er gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið en leikurinn fer fram í Philadelphia.


Athugasemdir
banner