Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 16:38
Brynjar Ingi Erluson
Annar sigur Norrköping í röð - Ísak lagði upp í sigri á Ipswich
Arnór Ingvi var frábær á miðsvæðinu
Arnór Ingvi var frábær á miðsvæðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann lagði upp gegn Ipswich
Ísak Bergmann lagði upp gegn Ipswich
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Norrköping vann 2-0 sigur á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í dag en þetta var annar sigur liðsins í röð.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru báðir á mála hjá Norrköping sem hefur gengið í gegnum erfitt tímabil.

Það er þó að birta aftur til. Liðið vann annan leik sinn í röð í dag. Arnór Ingvi var í byrjunarliðinu og spilaði frábærlega á meðan Ísak kom inn af bekknum í síðari hálfleik.

Norrköping er í 14. sæti deildarinnar með 17 stig.

Stefan Alexander Ljubicic kom inn af bekknum er Skövde tapaði fyrir Degerfors, 2-0, í sænsku B-deildinni. Oskar Sverrisson lék allan leikinn í 2-1 tapi Varberg gegn Östersund.

Skövde er í 10. sæti B-deildarinnar með 18 stig en Varberg í 13. sæti með 16 stig.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Midtjylland sem gerði 2-2 jafntefli við Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Dönsku meistararnir hafa aðeins sótt tvö stig í fyrstu tveimur leikjunum.

Í B-deildinni kom Daníel Freyr Kristjánsson inn af bekknum hjá Fredericia sem vann Vendsyssel, 4-2. Fredericia hefur unnið báða leiki sína í deildinni, en Daníel er á láni hjá félaginu frá Midtjylland.

Davíð Snær Jóhannsson og Óskar Borgþórsson voru báðir með stoðsendingu í norsku B-deildinni.

Davíð lagði upp í 3-2 tapi Álasunds gegn Egersund á meðan Óskar lagði upp fyrsta mark Sogndal í 4-0 sigri á Start.

Eyþór Martín Björgólfsson skoraði fjórða og síðasta mark Moss í 4-1 sigri á Stabæk. Róbert Orri Þorkelsson lék allan leikin í vörn Kongsvinger sem gerði 3-3 jafntefli við Levanger.

Moss er á toppnum með 32 stig, Sogndal í 5. sæti með 26 stig, Kongsvinger í 6. sæti með 26 stig og Álasund á botninum með 9 stig.

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson lagði þá upp fyrra mark Fortuna Düsseldorf í óvæntum 2-1 sigri á Ipswich Town á Portman Road.

Sveindís Jane Jónsdóttir gerði seinna mark Wolfsburg í 2-1 sigri liðsins á Slavia Prague í æfingaleik í dag. Þetta var fyrsta mark hennar á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir
banner