Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   lau 27. júlí 2024 11:14
Brynjar Ingi Erluson
Argentínskur miðvörður á leið til Chelsea
Chelsea hefur náð samkomulagi við argentínska félagið Boca Juniors um miðvörðinn unga og efnilega, Aaron Anselmino, en þetta segir Fabrizio Romano í dag.

Anselmino er 19 ára gamall og á öðru tímabili sínu með Boca Juniors.

Miðvörðurinn kemur til Chelsea fyrir um það bil 15 milljónir punda og mun hann ferðast til Bretlandseyja á morgun til að ganga frá skiptunum.

Samkvæmt Romano verður Anselmino áfram hjá Boca Juniors út árið.


Athugasemdir
banner
banner