Birnir Snær Ingason var hetja Halmstad í 1-0 sigrinum á Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en sigurmark hans var í glæsilegri kantinum.
Bæði Birnir og Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Halmstad í dag en sigurmarkið kom ekki fyrr en á 63. mínútu.
Birnir fékk boltann fyrir utan teig Värnamo, færði boltann á hægri og setti fast skot í hægra hornið. Stórglæsilegt mark hjá Fjölnismanninum sem var að gera annað deildarmark sitt á tímabilinu.
Halmstad var að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun júní. Því langþráður sigur en liðið er í 10. sæti með 21 stig.
1-0 Halmstad! Ingason bryter dödläget på Örjans Vall med en läcker skruv. ?????
— Sports on Max ???????? (@sportsonmaxse) July 27, 2024
???? Se matchen på Max pic.twitter.com/JIuyYonQ3I
Athugasemdir