Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Birnir skoraði stórkostlegt sigurmark fyrir Halmstad
Birnir Snær skoraði fallegt sigurmark
Birnir Snær skoraði fallegt sigurmark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birnir Snær Ingason var hetja Halmstad í 1-0 sigrinum á Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en sigurmark hans var í glæsilegri kantinum.

Bæði Birnir og Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Halmstad í dag en sigurmarkið kom ekki fyrr en á 63. mínútu.

Birnir fékk boltann fyrir utan teig Värnamo, færði boltann á hægri og setti fast skot í hægra hornið. Stórglæsilegt mark hjá Fjölnismanninum sem var að gera annað deildarmark sitt á tímabilinu.

Halmstad var að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun júní. Því langþráður sigur en liðið er í 10. sæti með 21 stig.


Athugasemdir
banner
banner