Spænski vængmaðurinn Bryan Gil er á leið til Girona á láni frá Tottenham Hotspur.
Gil er 23 ára gamall og kom til Tottenham frá Sevilla fyrir þremur árum.
Hann hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Tottenham, en hann lék aðeins 233 mínútur í 12 leikjum með enska liðinu á síðustu leiktíð.
Tímabilið á undan lék hann á láni með Valencia og Sevilla.
Tottenham hefur nú framlengt samning Gil og verður hann í kjölfarið lánaður til Girona á Spáni. Hann verður með 15 milljóna evra kaupákvæði í samningi sínum og fær Girona forkaupsrétt á leikmanninum.
?????????? Bryan Gil to Girona, here we go! Deal agreed for Spanish winger to join on initial loan from Spurs.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 27, 2024
Exclusive details: Bryan Gil will extend his contract at #THFC with €15m release clause.
Girona have priority to sign him… or other clubs can do it, up to the player. pic.twitter.com/hfT1DqdJbw
Athugasemdir