Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 17:09
Brynjar Ingi Erluson
Bryan Gil á leið til Girona
Mynd: EPA
Spænski vængmaðurinn Bryan Gil er á leið til Girona á láni frá Tottenham Hotspur.

Gil er 23 ára gamall og kom til Tottenham frá Sevilla fyrir þremur árum.

Hann hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Tottenham, en hann lék aðeins 233 mínútur í 12 leikjum með enska liðinu á síðustu leiktíð.

Tímabilið á undan lék hann á láni með Valencia og Sevilla.

Tottenham hefur nú framlengt samning Gil og verður hann í kjölfarið lánaður til Girona á Spáni. Hann verður með 15 milljóna evra kaupákvæði í samningi sínum og fær Girona forkaupsrétt á leikmanninum.


Athugasemdir
banner