Skoska liðið Celtic vann óvæntan 4-1 sigur á Chelsea er liðin mættust í æfingaleik á Notre Dame leikvanginum í South Bend í Indiana-ríki í Bandaríkjunum í kvöld.
Á dögunum spilaði Chelsea fyrsta æfingaleik sinn á undirbúningstímabilinu og gerði þá 2-2 jafntefli Wrexham, en það fór verr í dag.
Chelsea-liðið virkaði mjög þétt í varnarleik sínum en það reyndist svo alls ekki vera. Celtic spilaði sig auðveldlega í gegnum vel mannaða vörn og endaði boltinn hjá Matt O'Riley sem skoraði með góðu skoti úr teignum.
Kyogo Furuhashi bætti við öðru þrettán mínútum síðar. Celtic var ekki í neinum vandræðum. Gott spil í gegnum línur áður en boltinn endaði úti á hægri vængnum. Fyrirgjöfin kom fyrir á Furuhashi sem var einn og óvaldaður og skoraði annað mark liðsins.
Luis Palma nýtti sér ömurlega sendingu Benoit Badiashile til baka á 76. mínútu og gerði þriðja markið. Ekkert að ganga upp hjá þeim bláu.
Þremur mínútum síðar kom fjórða markið frá Mikey Johnston. Chelsea tapaði boltanum allt of auðveldlega og keyrðu Celtic-menn fram. Johnston fékk sendingu inn fyrir og setti hann síðan boltann örugglega undir Robert Sanchez í markinu.
Christopher Nkunku kom einu í netið fyrir Chelsea undir lokin en það mark kom úr vítaspyrnu. Lokatölur 4-1.
Ekki góð byrjun á undirbúningstímabilinu hjá lærisveinum Enzo Maresca. Chelsea á eftir að mæta Club America, Manchester City, Real Madrid og Inter áður en enska úrvalsdeildin fer af stað 18. ágúst.
Fleiri úrvalsdeildarlið voru á ferðinni í dag. Crystal Palace vann magnaðan 6-3 sigur á Crawley Town á meðan Newcastle United lagði Hull City að velli, 2-0.
Everton tapaði fyrir Salford City, 2-1. Þá skoraði Mason Greenwood sitt fyrsta mark fyrir Marseille er liðið vann 3-0 sigur á Pau í æfingaleik.
Celtic 4 - 1 Chelsea
1-0 Matt O'Riley ('19 )
2-0 Kyogo Furuhasi ('33 )
3-0 Luis Palma ('76 )
4-0 Mikey Johnston ('79 )
4-1 Christopher Nkunku ('89, víti )
Crawley Town 3 - 6 Crystal Palace
0-1 Odsonne Edouard ('2 )
0-2 Jesuran Rak-Sakyi ('4 )
0-3 Daichi Kamada ('11 )
0-4 Jesuran Rak-Sakyi ('27 )
1-4 Rushian Hepburn-Murphy ('50 )
2-4 Rushian Hepburn-Murphy ('60 )
2-5 Jordan Ayew ('65 )
3-5 Jack Roles ('71 )
3-6 Jeffrey Schlupp ('87 )
Hull 0 - 2 Newcastle United
0-1 Alexander Isak ('32 )
0-2 Jacob Murphy ('40 )
Salford 2 - 1 Everton
0-1 James Garner ('50 )
1-1 Ben Woodburn ('69 )
2-1 Daniel Chesters ('87 )
Athugasemdir