Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 16:12
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Villarreal ná saman um Jörgensen
Chelsea hefur náð samkomulagi við spænska félagið Villarreal um kaup á danska U21 árs landsliðsmarkverðinum Filip Jörgensen.

Jörgensen er 22 ára gamall og búið á Spáni síðustu átta ár en áður var hann á mála hjá Malmö í Svíþjóð.

Hann var aðalmarkvörður Villarreal á síðustu leiktíð og heillaði stjórnarmenn Chelsea sem ákvað að festa kaup á honum.

Chelsea og Villarreal náðu í dag saman um kaupverð en enska félagið greiðir 24,5 milljónir evra fyrir kappann.

Jörgensen gerir langtímasamning við félagið og fær hann það hlutverk að berjast við Robert Sanchez um markvarðarstöðuna.

Markvörðurinn hefur spilað með yngri landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar. Hann er fæddur og uppalinn í Svíþjóð, en faðir hans er danskur og er móðir hans sænsk. Í dag spilar hann með U21 árs landsliði Danmerkur.


Athugasemdir
banner
banner