Chelsea hefur náð samkomulagi við spænska félagið Villarreal um kaup á danska U21 árs landsliðsmarkverðinum Filip Jörgensen.
Jörgensen er 22 ára gamall og búið á Spáni síðustu átta ár en áður var hann á mála hjá Malmö í Svíþjóð.
Hann var aðalmarkvörður Villarreal á síðustu leiktíð og heillaði stjórnarmenn Chelsea sem ákvað að festa kaup á honum.
Chelsea og Villarreal náðu í dag saman um kaupverð en enska félagið greiðir 24,5 milljónir evra fyrir kappann.
Jörgensen gerir langtímasamning við félagið og fær hann það hlutverk að berjast við Robert Sanchez um markvarðarstöðuna.
Markvörðurinn hefur spilað með yngri landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar. Hann er fæddur og uppalinn í Svíþjóð, en faðir hans er danskur og er móðir hans sænsk. Í dag spilar hann með U21 árs landsliði Danmerkur.
???????? EXCLUSIVE: Filip Jørgensen to Chelsea, here we go! Deal done and closed right now between clubs.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 27, 2024
Chelsea will pay €24.5m fee to Villarreal for Danish talented GK, long term deal also agreed.
Deal done by Goal Management and Epic Sports agencies.
New GK for Maresca. ???????? pic.twitter.com/DrPwPFwaQo
Athugasemdir