Heimild: Bild
Íslenski framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson er á óskalista þýska félagsins Preussen Münster en þetta kemur fram á þýska miðlinum Bild.
Hólmbert yfirgaf þýska félagið Holstein Kiel í sumar eftir að samningur hans rann út en hann skoraði eitt mark í 14 leikjum á síðustu leiktíð þegar Kiel komst upp í þýsku úrvalsdeildina.
Það kemur fram á Bild að Preussen Münster, sem vann sér sæti í C-deildinni á næstu leiktíð, sé í leit að stórum og stæðilegum framherja en félagið þurfi að losa nokkra leikmenn áður en farið er í að styrkja hópinn.
Þess má geta að Emil Atlason, leikmaður Stjörnunnar, var á láni hjá þýska félaginu árið 2015 og lék fjóra leiki. Þá æfði Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, með liðinu í desember.
Athugasemdir