Kolbeinn Þórðarson var allt í öllu hjá Gautaborg í dag þegar liðið tapaði fyrir Brommapojkarna, 4-3, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Blikinn lagði upp fyrsta markið fyrir reynsluboltann Gustav Svensson strax á 2. mínútu en Brommapojkarna jafnaði undir lok hálfleiksins og komst síðan yfir snemma í þeim síðari.
Nikola Vasic kom Brommapojkarna í tveggja marka forystu áður en Arbnor Mucolli minnkaði muninn fyrir Gautaborg. Svensson, sem hafði skorað fyrir Gautaborg snemma í leiknu, setti boltann í eigið net fimmtán mínútum fyrir leikslok áður en Kolbeinn minnkaði muninn þrettán mínútum síðar.
4-3 tap staðreynd og Gautaborg í 13. sæti með 18 stig.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Fredrikstad, lagði upp fyrra mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni. Fredrikstad, sem er nýliði, er í 5. sæti með 27 stig.
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af bekknum á 58. mínútu er Leuven gerði markalaust jafntefli við Beerschot í belgísku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti deildarleikur Leuven á tímabilinu.
Athugasemdir