Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 11:57
Brynjar Ingi Erluson
Leik Vestra og FH seinkað vegna þoku
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Leikur Vestra og FH sem átti að fara fram klukkan 14:00 á Ísafirði í dag hefur verið seinkað vegna þoku.

FH-ingar áttu að fara í flug á Ísafjörð fyrir hádegi en ekki er hægt að fljúga vegna mikillar þoku fyrir vestan.

Leiknum hefur því verið frestað og hefst í fyrsta lagi klukkan 15:00 en þetta kemur fram í tilkynningu frá FH-ingum.

Vestri er enn í leit að fyrsta sigri sumarsins á Ísafirði en liðið er í næst neðsta sæti með 12 stig á meðan FH er í 4. sæti með 25 stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner