Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 27. júlí 2024 15:41
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður WBA kýldi andstæðing í andlitið
Jayson Molumby, leikmaður West Bromwich Albion, er ekki í neitt sérstaklega góðum málum eftir að hafa kýlt andstæðing í 1-0 tapi gegn Mallorca í æfingaleik í dag.

Molumby og Samu Costa, leikmaður Mallorca, lentu í rifrildi eftir að sá síðarnefndi felldi Molumby.

Írinn stóð upp og hótaði því að kýla Costa. Portúgalinn setti því næst höfuð sitt í höfuð Molumby sem stóð við hótun sína með því að kýla Costa og snéri hann niður í grasið áður en liðsfélagar þeirra aðskildu þá.

Það hefur verið mikill hiti í æfingaleikjum upp á síðkastið. Á dögunum lenti þeim Levi Colwill og James McClean saman í byrjun leiks Chelsea og Wrexham.


Athugasemdir
banner