Jayson Molumby, leikmaður West Bromwich Albion, er ekki í neitt sérstaklega góðum málum eftir að hafa kýlt andstæðing í 1-0 tapi gegn Mallorca í æfingaleik í dag.
Molumby og Samu Costa, leikmaður Mallorca, lentu í rifrildi eftir að sá síðarnefndi felldi Molumby.
Írinn stóð upp og hótaði því að kýla Costa. Portúgalinn setti því næst höfuð sitt í höfuð Molumby sem stóð við hótun sína með því að kýla Costa og snéri hann niður í grasið áður en liðsfélagar þeirra aðskildu þá.
Það hefur verið mikill hiti í æfingaleikjum upp á síðkastið. Á dögunum lenti þeim Levi Colwill og James McClean saman í byrjun leiks Chelsea og Wrexham.
What on earth is West Brom’s Jayson Molumby doing?!
— Second Tier podcast (@secondtierpod) July 27, 2024
pic.twitter.com/hCJf2WEYOI
Athugasemdir





