Franska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á Gíneu í A-riðli Ólympíuleikanna í kvöld en tvö mörk voru dæmd af Gíneu í leiknum.
Gíneu-menn voru hættulegir í fyrri hálfleiknum og komu boltanum tvisvar í netið.
Naby Keita setti boltann í netið á 40. mínútu leiksins en rangstaða var dæmt eftir skoðun VAR. Nokkrum mínútum síðar þrumuskallaði Abdoulaye Toure boltanum í netið eftir aukaspyrnu en aftur var markið tekið af vegna rangstöðu.
Frakkar tóku algerlega yfir leikinn síðasta hálftímann. Michael Olise átti ágætis tilraun sem Soumaila Sylla varði og þá átti Arnaud Kalimuendo fínasta skot sem hafnaði í tréverkinu.
Sigurmarkið kom nokkrum mínútum síðar. Olise með laglega fyrirgjöf á Kiliann Sidillia sem skallaði boltanum í netið.
Lokatölur 1-0 og annar sigur Frakka staðreynd. Liðið er með 6 stig á toppnum eftir tvo leiki. Bandaríkin unnu Nýja-Sjáland, 4-1, í sama riðli.
Í C-riðli unnu Egyptar 1-0 sigur á Úsbekistan þökk sé marki Ahmed Kouka á 11. mínútu.
Úkraína vann þá lífsnauðsynlegan 2-1 sigur á Marokkó í B-riðli og eru því allar þjóðir jafnir með 3 stig í þeim riðli.
Paragvæ vann Ísrael, 4-2, á meðan Japan lagði Malí að velli, 1-0, í D-riðli. Japan er á toppnum með 6 stig en Paragvæ í öðru með 3 stig.
Úrslit og markaskorarar:
A-riðill:
Frakkland 1 - 0 Gínea
1-0 Killiann Sidillia ('75 )
Bandaríkin 4 - 1 Nýja-Sjáland
1-0 Djordje Mihailovic ('8, víti )
2-0 Walker Zimmermann ('12 )
3-0 Gianluca Busio ('30 )
4-0 Paxten Aaronson ('58 )
4-1 Jesse Randall ('78 )
B-riðill:
Úkraína 2 - 1 Marokkó
1-0 Dmytro Kryskiv ('21 )
1-1 Soufiane Rahimi ('64, víti )
2-1 Igor Krasnopir ('90 )
Rautt spjald: Volodymyr Salyuk ('63, Úkraína )
C-riðill:
Egyptaland 1 - 0 Úsbekistan
1-0 Ahmed Kouka ('11 )
Paragvæ 4 - 2 Ísrael
1-0 Marcelo Fernandez ('25 )
1-1 Omri Gandelman ('53 )
2-1 Julio Enciso ('69 )
2-2 Oscar Gloukh ('80 )
3-2 Fabian Balbuena ('90 )
4-2 Marcelo Fernandez ('90 )
Japan 1 - 0 Malí
1-0 Rihito Yamamoto ('82 )
Athugasemdir